Færslur: 2007 Nóvember

27.11.2007 21:24

Var að setja inn nokkrar nýjar myndir frá því að við fórum í heimsókn til Lísu og Elfu, endilega kíkið

20.11.2007 13:17

Fleiri myndir

Hæ hæ

Jæja ég var að skella inn nokkrum myndum í viðbót og er svo að vinna í að setja inn tvö myndbönd
Endilega kíkið á þetta allt saman

11.11.2007 10:57

 Halló allir

Jæja loksins eru komnar inn nýjar myndir!! Við erum sko ekki búin að vera nógu dugleg í þessum málum. En annars gengur allt sinn vanagang hér í Klapparhlíðinni. Alexander er rosalega ánægður hjá henni Sigrúnu dagmömmu og hún er alltaf að tala um hvað hann er duglegur og góður Þegar við komum til hennar á morgnanna þá réttir minn maður bara út hendurnar og vill fara til hennar, segir svo namm namm sem þýðir að hann er tilbúinn í morgunmat...hehe. Á þriðjudaginn skreið minn maður svo inn í eldhús hjá henni Sigrúnu, opnaði skáp og náði sér í eitt stykki kexpakka!! já það er óhætt að segja að hann geti bjargað sér sjálfur þessi elska


Í síðasta mánuði fórum við í átta mánaða skoðun. Alexander Óli er orðinn 10,5 kg og 74 cm!! Ljósmóðirin var rosalega ánægð með hann, enda brosti hann bara og spjallaði við hana allan tímann.

Það er ekkert smá gaman að fylgjast með þessum litla stubb, hann er farin að læra svo margt. Hann er farinn að tosa sig upp við allt, er reyndar alltaf á hnjánum núna en við foreldrarnir höldum að það sé nú ekki langt í að hann fari að standa upp við hluti. Svo fyrir nokkrum dögum tók hann upp á því að blikka alla, ég held að hann fatti alveg hvað fólk hefur gaman að þessu því ef maður fer að hlægja gerir hann þetta aftur og aftur. Hann blikkar að vísu alltaf báðum augu í einu en það er það sem gerir þetta svo ótrúlega sætt Svo er hann farinn að læra að henda matnum sínum í gólfið, lærir það sko af krökkunum hjá dagmömmunni. Mömmunni á heimilinu finnst þetta alls ekki eins skemmtilegt og blikkið, en þetta fylgir nú bara þessum blessuðu börnumEn jæja þá er þetta komið í bili, endilega  kíkið á myndirnar og verið dugleg að kommenta, það er svo gaman

  • 1

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

10 ár

5 mánuði

9 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 92846
Samtals gestir: 36288
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 05:29:16